Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 30 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.
Gestgjafar á Felli eru Dagrún Þórisdóttir og Reimar Sigurjónsson, ásamt dætrum sínum, Stefaníu, Vilborgu og Helgu.
Fjölskyldan hefur þegar reist eitt 15 fm hús sem hefur fengið nafnið Smyrill. Annað hús er í smíðum, sem verður 25 fm að stærð og mun það heita Fálki. Þemað hjá gestgjöfunum er umhverfið, þ.e.a.s. að nýta það sem náttúran gefur af sér og að gefa notuðum hlutum nýtt líf. Við leggjum áherslu á áð gera sem mest við getum sjálf í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, þar sem það gefur okkur fjölskyldunni tækifæri til samveru, þroskar börnin okkar í starfi, jafnt og við kennum þeim ýmsa ganglega hluti varðandi vinnu að ýmsum toga.
Verið velkomin í gistingu að Felli.
Leave a comment