Gönguferðir

Gönguferðir

Í nágrenninu er hægt að fara í gönguferðir, fjölskyldugöngu í fjörunni , kraftgöngu upp Gunnólfsvíkurfjall, jafnvel hringinn i kringum fjallið- fyrir þá allra hörðustu eða bara þangað sem mann langar að ganga þann daginn.

Göngur á Gunnólfsvíkurfjall:

Gunnólfsvíkurfjall er tilkomumikið og hátt fjall, 709 m.y.s., með hömrum og klettabeltum í, einkum að sunnan og austanverðu. Sagt er að áður hafi fjallið verið grasi vaxið og alfararvegur meðfram því sjávarmegin til Fagraness. Fjallið er nú mest allt í skriðum og melum. Fjallshlíðin sjávarmegin er nú brött og ekki fær mönnum, hafi hún einhvern tíma verið það. Fjallið er hluti af Langanesi og í kringum það eru nokkur smærri fjöll eða fell. Í góðu skyggni er gríðarlegt útsýni af fjallinu og sést þaðan allt suður til Herðubreiðar og Dyngjufjalla. Á fjallinu er ratstjárstöð sem byggð var á 9. áratug síðustu aldar, ein fjögurra á landinu sem hluti af íslenska loftvarnarkerfinu. Fjallið er vinsælt til gönguferða, en náttúran í fjallinu er mjög sérstök og margt að sjá.

Myndir úr fjallgöngu á Gunnólfsvíkurfjalli

Hægt er að ganga upp á fjallstoppinn og þaðan sést langt niður á Austfirði í góðu skyggni, sem og víða um Norðausturland. Eins er hægt að ganga hringinn í kringum fjallið. Sú ganga tekur heilan dag.

 

Fjölskylduganga í fjörunni:

Það getur verið ævintýralegt að ganga um fjöruna í landi Fells. Mikil rekahlunnindi hafa löngum verið í landi Fells vegna hafstrauma og legu jarðarinnar innst í botni Finnafjarðar. Þess vegna má oft finna ýmsa fjársjóði í fjörunni sem rekið hafa þar á land frá fjarlægum löndum. Í fjörunni er einnig fjölskrúðugt fuglalíf og annað dýralíf. Hvalir sjást gjarnan leika listir sínar skammt utan við fjöruborðið.

 

Hvalir við Fell

Hvalir við Fell

Fjaran við Fell

Fjaran við Fell

 

 


Veðurspá / Forecast


KÍKTU Á OKKUR Á FACEBOOK


Umsagnir/Reviews

„The place is peace and perfect view.At the night we stayed we found the norther light!! so amazing.However this place haven’t a shower and Wifi internet but you can ask Dagrun.She and her family is very nice,especially her little daughter :)“

Read More

“The cottage is so tiny and cosy it was a real pleasure to stay here. We had the feeling to be our of the ordinary World, especially when dolphins started to jump in the sea just in front of the cottage during our breakfast. Gudrun is very friendly, we highly recommand to stay in her […]

Read More

„Gorgeous cabin in a gorgeous environment. What more do you need?“

Read More

„This place was perfect, I want to live here. It was easy to find and super cute little rustic cabin. We really enjoyed our stay here, and having a barbecue was a really nice touch.“

Read More

„A very cosy and well equipped cottage in an amazing place, with very supporting and friendly hosts.“

Read More