Fréttir

Fréttir og fleira frá Felli

Gott veður næstu daga

Útlit er fyrir nokkuð einsleitt veður næstu dagana en samt er að sjá að vind lægi heldur seinni partinn í dag, að sögn Veðurstofu Íslands. Búist er við að hiti, úrkoma og skýjahula verði svipuð og verið hefur síðustu daga en víða er útlit fyrir bjart og fallegt veður á morgun.

Í dag má búast við sunnan og suðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu norðan- og austanlands. Dálítil rigning eða súld en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi og úrkomu í dag, einkum síðdegis. Suðaustan 5 til 13 SV-til á morgun, en annars hæg suðlæg eða breytileg átt. Bjartviðri víðast hvar. Hiti 4 til 10 stig að deginum, hlýjast NA-lands.