Krókavatn er á Fellsheiðinni, um 5 km frá botni Finnafjarðar inn af Bakkaflóa. Það á sýslumörkum N-Múlasýslu og N-Þingeyjarsýslu. Það er um 0,56 km², nokkuð djúpt og í 166 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda aðeins í hluta þess, sunnan við Lambatanga. Krókavatnsá fellur úr því til Finnafjarðar. Hámarksstangafjöldi á dag er 6.
Þarna veiðist vatnableikja og urriði að jöfnu. Best er að veiða í stilltu veðri frá syðri bakka vatnsins. Þjóðbraut lá áður rétt norðan vatnsins en nú er þjóðvegurinn allfjarri. Vegalengdin frá Reykjavík er um 656 km og 20 km frá Þórshöfn. Frá þjóðveginum og að vatninu liggur torfær jeppavegur.