Næsti þéttbýliskjarni við Fell er Þórshöfn. Á Þórshöfn (13 km frá Felli) er íþróttamiðstöð, þar sem hægt er að stunda heilsurækt af ýmsum toga, sundlaug og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Sjá nánar á vef Langanesbyggðar.
Bakkafjörður (30km frá Felli) er þéttbýliskjarni og þar er ma. verslunin Mónakó. Við Bakkafjörð eru mjög fallegar og spennandi gönguleiðir. Nánar má fræðast um staðinn og sveitina á vefsíðunni Langanesstrond.is.
Vopnafjörður er stærsti þéttbýliskjarninn á svæðinu, en þar búa um 700 manns. Vopnafjörðru er í um 55km aksturfjarlægð frá Felli. Þar er Selárdalssundlaug i Selárdal, ca. 10 km frá þéttbýlínu, afar sérstæð sundlaug. Þar er ýmis þjónusta. Sjá nánar á vef vopnafjardarhreppur.is